Poetry Service Inc.

by Óskar Árni Óskarsson

Poetry Service Inc.
     for Geirlaugur Magnússon

I was walking down Túngata on a fine autumn afternoon when a little white van
came rushing up Ægisgata and stopped for just for a moment at the zebra
crossing at the corner where I stood waiting.  It then took a sharp left turn and
drove on down Túngata.  On the side of the van it said Poetry service, inc. — tel.
5680250.  This seemed quite remarkable.  I was elated, having never heard of
such a service before.  I imagined the little white van dashing up to Grafarvogur
to deliver a poem by Ísak Harðarson and then making its way to Framnesvegur
on the west side of town with a poem by Vilborg Dagbjartsdóttir, a sort of
express service for poetry.  Next morning, I decided to phone the company to see
if they could send a certain poem I had in mind to a good friend of mine who
lived at that time in Hamraborg in Kópavogur.  A female voice answered drily:
Pottery service.  How can I help you.

Edited by Meg Matich.
Translated by Áslaug Agnarsdóttir.

 

Ljóðaþjónustan ehf
     tileinkað Geirlaugi Magnússyni

Ég var á leiðinni niður Túngötuna eitt fallegt síðdegi í haust
þegar lítill hvítur sendiferðabíll kom á allmikilli ferð upp
Ægisgötuna og nam andartak staðar við gangbrautina þar
sem ég stóð á gatnamótunum.  Hann tók svo skarpa beygju
og hélt áfram niður Túngötuna.  Bíllinn var merktur:
Ljóðaþjónustan ehfsími 5680250.  Mér þótti þetta nokkuð
merkilegt, var eiginlega uppnuminn, hafði aldrei heyrt af
slíkri þjónustu aður.  Ég sá fyrir mér þennan litla, hvíta
sendiferðabíl skutlast upp í Grafarvog með ljóð eftir Ísak
Harðarson og strax að því loknu bruna með ljóð eftir
Vilborgu Dagbartsdóttur vestur á Framnesveg; eins
konar hraðsendingarþjónusta fyrir ljóð.  Morguninn
eftir ákvað ég að hringja í fyrirtækið og athuga hvort
þeir gætu ekki sent ákveðið ljóð, sem ég hafði í huga,
til góðs kunningja míns sem bjó um þær mundir í
Hamraborginni í Kópavogi.  Það var heldur þurrleg
kvenmannsrödd sem svaraði: Lóðaþjónustan, góðan dag.

2015

Tell us what you think